Ellen Kristjánsdóttir sendi frá sér nýtt lag á föstudaginn ásamt John Grant.

Lagið heitir Veldu stjörnu og er eftir Ellen en textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Upptökustjórn var í höndum Eyþórs Gunnarssonar.

“Veldu stjörnu” verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Veldu stjörnu er fyrsta lagið sem Ellen gefur út síðan hún gaf út plötuna Sönglög árið 2012.

Ellen Kristjánsdóttir, mynd: Pétur Fjeldsted. John Grant, mynd: Shawn Brackbill.

Hljóðfæraleikarar:
Ellen Kristjánsdóttir – Söngur
John Grant – Söngur
Eyþór Gunnarsson – Píanó og upptökustjórn
Þorsteinn Einarsson – Rafgítar
Guðmundur Pétursson – Kassagítar
Andri Ólafsson – Bassi
Magnús Tryggvason Eliassen – Trommur
Sigríður Eyþórsdóttir – Bakraddir
Elísabet Eyþórsdóttir – Bakraddir
Elín Eyþórsdóttir – Bakraddir
Þorleifur Gaukur Davíðsson – Munnharpa

Veldu stjörnu á Spotify