Tónlistarmaðurinn Ellertsson heldur áfram að gleðja hlustendur með nýju efni, og að þessu sinni sendir hann frá sér fjörugt og sjarmerandi lag sem nefnist Sunday Blues.
Lagið er nú komið í spilun á FM Trölla.
Sunday Blues er kántrýrokk og suðurríkjarokk af gamla skólanum – létt, grípandi og feel-good lag þar sem bassi og trommur keyra áfram vinalegt grúv, píanóið bætir við glaðlegum lit og gítarinn heldur taktinum lifandi frá upphafi til enda.
Textinn fjallar um hinn kunnuglega sunnudagsleiða – þegar gleði helgarinnar er liðin, fríið búið og þögnin tekur við.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég var að djamma riff í suðurríkja-groove stíl The Allman Brothers Band,“ segir Ellertsson.
„Lagið byggir á klassískum 12-takta blús og fangar þá ókyrrð sem margir finna þegar helgin er á enda.“
Sunday Blues
Flutningur: Ellertsson
- Söngur, gítarar, bassi – Ellertsson
- Trommur – Guðmundur Gunnlaugsson
- Píanó – Pálmi J. Sigurhjartarson
- Tambúrína, hljóðupptaka og hljóðblöndun – Sigurður Sigurðsson
🎧 Sunday Blues er nú fáanlegt á öllum helstu streymisveitum og komið í spilun á FM Trölla – léttur og hlýr suðurríkjablús sem hentar fullkomlega í vetrarsólinni á Íslandi.



