Hér er á ferðinni splunkuný útgáfa af laginu Síldarbærinn eftir Elías Þorvaldsson við texta Unu S. Ásmundsdóttur.
Slagverk og upptaka: Helgi Svavar Helgason.
Annar hljóðfæraleikur og upptökur á söng og hljóðfæraleik: Elías Þorvaldsson.
Söngvarar: Frábær hópur fólks sem Elli hefur starfað með í gegnum tíðina.
Upptökur á Siglufirði fóru fram í tónlistarskólanum og í hljóðveri E5.
Hljóðblöndun og mastering: Gunnar Smári Helgason.
Lagið er komið í spilun á FM Trölla og kemur út á Spotify og víðar 30. júlí næstkomandi.
Aðsent