Elskan FLY er tónlistarkona sem býr í Christchurch á Nýja Sjálandi, uppalin í Manitoba Kanada og er með íslenskar rætur. Foreldrar hennar búa enn í Manitoba, og hún á frændfólk á Íslandi.

Hún hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands að spila og syngja þegar heimsástandið batnar.

Út er komið nýtt lag sem er það fyrsta af tíu lögum sem hún ætlar að senda frá sér næsta árið eða svo.

Lagið nefnist “Welcome Home” og verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla í dag frá 13 – 15.

Helstu áhrifavaldar hennar í tónlistinni eru Joni Mitchell, The Cranberries, Sara Mclachlan, Enya og John Denver.

Myndband við lagið er komið á YouTube:

Vefsíða Elskan FLY er: https://www.elskanfly.com/home