Timburbrúin yfir Skútuá “fyrir handan” er barns síns tíma og er orðin illa farin. Komin eru göt í brúargólfið og brúarhandriðið fúið og ótraust.
Á 565. fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2018 frá Guðrúnu Sölvadóttur varðandi endurbætur á brú yfir Skútuá Siglufirði, kaldavatnsleiðslu og sorphirðu.
Bæjarráð samþykkti að vísa endurbótum á brú yfir Skútuá og kaldavatnsleiðslu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019, var samþykkt að endurbæta brúna á næsta ári.

Eins og sjá má er brúin yfir Skútuá orðin ansi léleg

Göt eru komin í brúargólfið
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir