Í haust var ákveðið að banna síma og snjallúr í skólanum á skólatíma og í frístund í Grunnskóla Húnaþings vestra. Ástæður þess eru fyrst og fremst tvíþættar; ný persónuverndarlög og vísbendingar um að símar geri nemendum ógagn í námi og félagslegum samskiptum.

Á heimasíðu skólans kemur fram að persónuverndarlög gera mjög strangar kröfur til skóla að myndbirtingar eða myndskeið verði ekki tekin án vitundar og samþykkis. „Vandséð er hvernig starfsfólk skólans getur framfylgt þessum lögum ef nemendur og starfsfólk eru með síma í frímínútum eða tímum,“ segir á síðunni.

Nú geta foreldrar tekið þátt í endurskoðun símareglna við skólann. Nemendur hafa gert S.V.Ó.T. greiningu sem byggir á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum. Starfsfólk mun einning nálagst endurskoðunina á sama hátt.

Þegar gögnin liggja fyrir verður ákveðið hvort og hvernig símareglum verður breytt með aðkomu nemendaráðs, fræðsluráðs og skólaráðs.

Frestur fyrir foreldra og starfsfólk til að skila inn áliti er til 29. mars svo það er hver að verða síðastur til að skila inn áliti.

Nálgast má eyðublaðið: Hér