Skynmat fór fram á lykt í Ólafsfirði haustið 2020, en á staðnum eru rekin nokkur fyrirtæki sem geta valdið lyktaróþægindum fyrir íbúa og ferðafólk. Fyrirtækin sem um ræðir sem valda lyktinni eru einkum stór fiskþurrkun og svo hafa verið nefnd til sögunnar minni harðfiskvinnsla og fiskreyking.
Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar 2020 og eru niðurstöðurnar í stuttu máli eftirfarandi:
September: Í 5 daga var lyktin talin vera dauf, en 1 daginn sterk og óþægileg.
Október: Í 4 daga taldist lyktin vera dauf, en í 3 daga til viðbótar taldist lyktin vera sterk og óþægileg.
Nóvember: Í mánuðinum var ekki gerðar athugsemdir við lyktina í Ólafsfirði.
Þessi litla athugun Heilbrigðiseftirlitsins getur nýst sem útgangspunktur í umræðu lyktarmengun í Ólafsfirði, en niðurstöðurnar ríma ágætlega við að eftirlitinu hefur ekki borist nein kvörtun um lykt frá því í lok október sl.
Hugmyndin er að kynna niðurstöðuna fyrir þeim sem málið varðar og ræða hvort rétt sé að halda athugunum áfram með hækkandi sól á nýju ári.