Í dag miðvikudaginn 12. nóvember gaf Lögreglan á Norðurlandi eystra út lista varðandi fjölda í sóttkví og einangrun í umdæminu.

Þau ánægjulegu tíðindi bárust að enginn er í einangrun eða sóttkví í Fjallabyggð.

Tilfellum hefur fækkað á Dalvík og eru 21 í einangrun og 9 í sóttkví.

Alls eru 100 manns smitaðir af Covid-19 á Norðurlandi eystra og 144 í sóttkví.