Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vekja athygli á gulri veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra og Norðurland vestra.

Þessi viðvörun tengist lægð sem er að koma að landinu og ber með sér talsverða eða mikla úrkomu. Reiknað er með að úrkomunnar byrji að gæta í nótt, aðfararnótt miðvikudags og verði mest á miðvikudaginn en haldi áfram á fimmtudaginn og stytti ekki upp fyrr en á föstudag.

Það verður norðanátt á svæðinu, 8-15 m/s og hiti á bilinu 5-10 stig.

Á heimasíðu Veðurstofunnar er þessu lýst þannig: ,,Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum og geta vatnsföll farið staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur á grjóthruni og skriðuföllum. Þeim sem hyggja á útivist er bent á hættu á kælingu og vosbúð vegna rigningar, strekkings norðanáttar og lágs lofthita.“