Starfsmenn frá Tengli ehf standa í ströngu á Siglufirði þessa dagana.
100 línu jarðsímastrengur í Aðalgötu er bilaður og eru menn nú að leita nánar að biluninni, sem enn er ófundin. Grafa þarf eftir strengnum, í götu sem nýbúið er að grafa alla upp til að endurnýja frárennsli – og malbika.
Um 60 heimili og fyrirtæki eru án internets á Siglufirði vegna þessa.
Þórður Reykdal starfsmaður hjá Tengli ehf gerir sér vonir um að á morgun takist að koma tengingum á, en getur engu lofað.
Ekki er talið að bilunin tengist vatnsveðrinu undanfarið, eins og áður var talið.

Verið er að grafa skurð til að finna bilunina

Bilunin er í gömlum 100 línu streng við Aðalgötuna