Starfsmenn frá Tengli ehf standa í ströngu á Siglufirði þessa dagana.
100 línu jarðsímastrengur í Aðalgötu er bilaður og eru menn nú að leita nánar að biluninni, sem enn er ófundin. Grafa þarf eftir strengnum, í götu sem nýbúið er að grafa alla upp til að endurnýja frárennsli – og malbika.
Um 60 heimili og fyrirtæki eru án internets á Siglufirði vegna þessa.
Þórður Reykdal starfsmaður hjá Tengli ehf gerir sér vonir um að á morgun takist að koma tengingum á, en getur engu lofað.
Ekki er talið að bilunin tengist vatnsveðrinu undanfarið, eins og áður var talið.