Vefmiðillinn Lifðu núna birti þessa stórskemmtilegu grein sem þýdd var af vefsíðunni sixtyandme.com
Stefnumót fyrir eldri konur geta verið jafn spennandi og við viljum hafa þau.
En hvað ef maðurinn er nokkru yngri en þú – jafnvel töluvert yngri? Áttu að hætta við? Er sambandið dæmt til að mistakast strax í byrjun? Er aldursmunurinn eitthvað sem ekki er hægt að komast yfir?
Áður en þú ferð að líta í kringum þig eftir fimmtugt, er viðhorf þitt allt sem skiptir máli. Konur takmarka sig við það hvernig þeim finnst sambönd eiga að vera, jafnvel þótt þær séu komar á fimmtugs og sextugsaldur.
Í stað þess að nálgast stefnumót eins og ævarandi bindingu, verðum við að horfa til þess með opnum huga. Fyrir sumar konur getur þetta þýtt að eignast félaga sem þær hitta nokkrum sinnum í viku; aðrar kjósa sambúð sem fyrst.
Þetta þarf ekki að vera hið viðtekna viðhorf ,,fyrst stefnumót, svo hjónaband.“ Það er hægt að eiga heilt litróf af vinum og vinkonum. Vertu opin fyrir allri breytingu og lofaðu nýju sambandi að þróast eðlilega. Þú hefur engu að tapa, þetta getur bara orðið stórskemmtilegt, og það er þannig sem stefnumót eldri kvenna eiga að vera!
Áttu að fela aldur þinn?
Stutta svarið er nei, Samband á að byggjast á sameiginlegum hugðarefnum, og gagnkvæmri aðdáun, sem er ofar því furðulega áhyggjuefni, hver aldurinn sé. Aldur er nokkuð sem við erum öll meðvituð um en við erum sjálf hörðustu gagnrýnendurnir.
Við eigum að vera heiðarlegar þegar kemur að spurningunni um aldur því það gefur okkur stjórn – þú spennist ekki upp af áhyggjum yfir því hvað hinni manneskjunni finnst. Þegar þú gefur upp aldur þinn sýnir það að þú ert stolt af aldri þínum og hefur ekkert að fela.
Aldrei, undir nokkrum kringumstæðum,ljúga til um aldur þinn ef þú ert á stefnumótasíðu. Samband sem hefst með ósannsögli er frá upphafi dæmt til að mistakast. Myndir þú treysta einhverjum sem segði þér ósatt? Treystu sjálfri þér og vertu stolt af aldri þínum. Vertu stolt af því hver þú ert og að vera á stefnumóti eftir fimmtugt.
Hvað um kynlífið?
Annaðhvort eru menn hrifnir af þér eða ekki, vittu til, þeir nenna ekki að vera með konum nema þeir séu hrifnir af þeim. Við erum þær einu sem höfum áhyggjur af að fækka fötum, og eigum ekki að koma ótta okkar yfir á aðra.
Eins og annað í lífinu virkar allt betur ef þú hefur opin og heiðarleg samskipti um þrár þínar og væntingar. Við vitum flestar að stórkostlegt líkamlegt samband liggur í styrk tilfinninganna. Það þýðir ekki endilega að sterk bönd séu bráðnauðsynleg undirstaða, en konur sem eru feimnar finnst það hjálpa til að ýta hindrunum úr vegi.
Niðurstaðan er sú að þú átt ekki að láta hræðslu þína og bábiljur eyðileggja fyrir þér að fara á stefnumót eftir fimmtugt. Treystu sjálfri þér!!
Vilja karlmenn ekki bara yngri konur?
Eitt það versta sem við getum gert er að vera með getgátur um annað fólk og það á ekki síst við þegar við erum á stefnumóti á sextugsaldri. Við göngum út frá því sem gefnu að menn fari frá konunum sínum til að ná sér í yngri konu, en það er ósatt!
Það er talið að þessar getgátur eigi rætur sínar að rekja til okkar eigin ótta við aldur okkar, og ef við einblínum á óttann fer hugurinn að trúa honum. Allir sem hafa skilið höfðu sínar ástæður. Við höfum engan grunn að byggja þá skoðun á, að karlmenn vilji bara yngri konur.
Treystu sjálfri þér og vertu stolt af aldri þínum, og vittu til: þegar þú sýnir sjálfsöryggi og jákvæðni, færðu það til baka.
Birt með leyfi Lifðu núna
Mynd: pixabay