Mexíkófiskur – uppskrift fyrir 4

  • 600 g þorskur eða ýsa
  • 1 tsk salt
  • 1 peli rjómi eða matreiðslurjómi (2,5 dl)
  • 1 krukka tacosósa (230 g eða um 2 dl)
  • 2 dl rifinn ostur
  • um 20 nachos flögur, muldar

Hitið ofninn í 200°. Smyrjið eldfast mót með smjöri, leggið fiskstykkin í og saltið þau. Hrærið saman rjóma, tacosósu og rifnum osti og hellið yfir fiskinn. Setjið í ofninn í 15 mínútur, stráið þá muldum nachosflögum yfir og setjið aftur í ofninn í 10 mínútur til viðbótar (samtals 25 mínútur í ofninum).

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit