Erill var hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra í nótt.

Á Siglufirði var nokkur hópur fólks samankominn, var töluverður hávaði og ónæði fyrir íbúa og gesti bæjarins.

Eitthvað var um útköll vegna ölvunar og slagsmála.

Minna var um útköll á Akureyri en aðfaranótt sunnudagsins, einn aðili gisti fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt.

Lögreglan á Norðurlandi eystra verður með eftirlit á þjóðvegum umdæmisins og búast má við þungri umferð í dag.