Úthlutaðir styrkir til fræðslu- og menningarmála í Fjallabyggð fyrir árið 2020 nema alls kr. 10.600.000.

Þar af eru styrkir til hinna ýmsu hátíða að upphæð 3.250.000,-

Ljóst er að það verður töluvert um að vera í Ólafsfirði og á Siglufirði á hinum ýmsu hátíðum á árinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þau hátíðahöld sem hlutu styrki eru:

Berjadagar í Ólafsfirði, tónlistarhátíð. 800.000,-

Síldarævintýrið á Siglufirði. Styrkur í formi afnota af munum og vinnuframlag í tengslum við Síldarævintýrið 2020.

Norræna félagið á Siglufirði, vinabæjarmót á Siglufirði 2020. 50.000,-

The Empire ehf, Sigló Freeride. 200.000,-

Ungmennafélagið Glói, Ljóðahátíðin Haustglæður. 200.000,-

Sápuboltamótið í Ólafsfirði, Sápuboltamót í Ólafsfirði. 200.000,-

Sjómannadagsráð, Sjómannahátíð í Ólafsfirði 2020. 1.000.000,-

Sjómannadagsráð, Sjómannahátíð í Ólafsfirði 2020. Styrkur í formi afnota af mannvirkjum og munum.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði, Þjóðlagahátíð 2020. 800.000,-