Til sölu er sumarhús í landi Stóru-Reykja, Flókadal í Skagafirði.
Húsið sem er 47,3 fermetrar að stærð, stendur á 988 fermetra leigulóð.

Opið hús í dag, mánudaginn 3. ágúst frá kl 14:00-16:00

Lokið var við að reisa sumarhúsið 1985. 50 fermetra verönd umlykur húsið.

Búið er að planta mörgum trjám á lóðinni. Húsið er í þokkalegu ástandi og einnig er lítill geymsluskúr á lóðinni.

Í húsinu er setustofa og eldhúskrókur í sama rými, snyrting og tvö herbergi.

Fasteignamat er 11,2 m.kr., þar af lóðarmat 1,9 m.kr.

Húsið er án rafmagns og hitaveitu, rafmagnsstofnlögn er komin að húsinu, köldu vatni er dælt í tank í hlíðinni ofan við húsið og notað í salerni og vaska. Húsið er hitað upp með kamínu og gasi.

Upplýsingar gefur Ásdís Pálsdóttir í skilaboðum á facebook eða í síma 895 7105.

TILBOÐ ÓSKAST