Siglfirðingurinn Baldur Árni Guðnason lést sunnudaginn 24. júlí síðastliðinn, eftir langvarandi veikindi í Svíþjóð, þar sem hann bjó einn.

Baldur Árni Guðnason var fæddur á Siglufirði 19. apríl 1958.

Fjölskylda og einkasystir hans sem býr í Bandaríkjunum, settu af stað söfnun til uppfylla ósk hans um að hvíla við hlið einkasonar síns á Íslandi.

Laufey Guðnadóttir systir Baldurs Árna og fjölskylda vilja koma að þakklæti til þeirra fjölmörgu sem styrktu þau og studdu á þessum erfiðu tímum.

Elsku vinir og ættingjar, hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og allan þann styrk og stuðning sem þið hafið sýnt okkur systkinum í gegnum þennan erfiða tíma, við getum ekki með orðum þakkað ykkur öllum nægilega mikið fyrir en við erum ofsalega þakklát fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur. Megi allir englar alheimsins vaka yfir ykkur.

Takk fyrir að gera okkur kleift að upplifa ósk hans Baldurs bróðir að fá að hvíla hjá syni sínum Guðna Má á Íslandi, fyrir það erum við ómetanlega þakklát.

Athöfn verður miðvikudaginn 24. águst 2022 í Fossvogskirkju kl: 15:00

Kærleikskveðjur.

Laufey Anna Guðnadóttir Medina, Magdaleno Medina, Leno Baldur Medina, Miguel Guðni Medina og Birna Guðný Medina

Siglfirðingurinn Baldur Árni Guðnason látinn – Hans hinsta ósk

Mynd úr einkasafni