Ágætu íbúar Fjallabyggðar  

Bólusetningum við Covid fer nú fækkandi og verður breyting á skipulagi þeirra.
Við verðum í samvinnu við Dalvík og má skrá sig í bólusetningu þar. 
Á Akureyri má mæta án þess að skrá sig (sjá heimasíðu HSN)


Í Fjallabyggð þarf að panta tíma og verður skipulagið eftirfarandi :

  • Fram að áramótum verður bólusett þriðju hverja viku, fimmtudagana 21/10, 11/11 og 2/12 og þriðjudaginn 21/12.
  • Eftir áramótin verður bólusett síðasta fimmtudag hvers mánaðar. 

Á Dalvík þarf að panta tíma og er skipulagið eftirfarandi :

  • Miðvikudagar um miðjan hvers mánaðar

Sýni við Covid eru tekin í suðurenda HSN Fjallabyggð á Siglufirði :

  • PCR próf er tekið mánu-, miðviku- og föstudaga kl 10:00.  Ath. panta þarf tíma.  Aðra daga þarf að fara inná Akureyri.
  • Hraðpróf alla virka daga kl 15:00.  Skrá sig á Heilsuvera.is eða Hraðprof.covid.is, hringja síðan í 460 2100 og panta tíma í sýnatökuna.

Influensubólusetning hefst 28.október :

Panta tíma í síma 460 2100.

  • Ólafsfjörður 28.okt. fyrir forgangshópa.  4. nóv. fyrir aðra.
  • Siglufjörður 28. og 29. okt. fyrir forgangshópa.  4. og 5. nóv. fyrir aðra.

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item16297

Ath líða þurfa 2 vikur á milli Covid bólusetningar og Influensubólusetningar.