Þjóðskrá hefur tekið saman vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2021 meðal nýfæddra barna sem voru samtals 4.866. Aron var vinsælasta fyrsta eiginnafn drengja og Embla var vinsælast á meðal stúlkna. Þór var vinsælasta annað eiginnafn drengja og Rós á meðal stúlkna.

Aron var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en þar á eftir komu Jökull og Alexander.
Embla var vinsælast meðal nýfæddra stúlkna, svo koma nöfnin Emilía og Sara.

Hægt er að sjá nánara niðurbrot í Þjóðskrárgáttinni


Vinsælustu fyrstu eiginnöfnin 2021


Samanburður milli ára

Ef horft er á samanburð milli ára má sjá að drengjanafnið Aron stendur í stað frá fyrra ári og heldur fyrsta sæti. Jökull tekur stökk frá 20. sætí í 2. sæti en Alexander lækkar lítillega. Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Embla trónir á toppnum, þar á eftir Emilía og Sara. Nafnið Saga hækkar mikið á milli ára, fer úr 80. sæti í það 9.


Vinsælustu fyrstu eiginnöfnin 2021 eftir landshlutum

Við samanburð á landshlutum má sjá hjá drengjum að nöfnin Aron og Jökull eru vinsælust í tveimur landshlutum. Hjá stúlkum eru engir tveir landhlutar með sama vinsælasta fyrsta eiginnafnið.Mynd: pixabay