Ekki skemma fríið með gleymsku! Er vegabréfið ekki örugglega enn í gildi?
- Útrunnið vegabréf er alltaf ógilt vegabréf !
- Það er EKKI hægt að framlengja útrunnið vegabréf – þú verður að fá nýtt
- Það er EKKI hægt að „redda“ neinu þegar komið er upp á flugvöll
- Ef þú ert að fara út fyrir EES þarf vegabréfið að gilda í a.m.k. 6 mánuði fram yfir áætlaða heimkomu.
Sótt er um vegabréf hjá Sýslumönnum
- Hafðu með þér gamla vegabréfið / skilríki (vegabréf, nafnskírteini, ökuskírteini)
- Mundu að greiða þér. Við viljum taka mynd af þér í nýja fína vegabréfið
- Þú færð líka ókeypis hæðarmælingu og sýnir okkur hvað þú ert með fallega undirskrift.
- Listi yfir umsóknarstaði innanlands má finna hér
- Listi yfir umsóknarstaði erlendis má finna hér
Ertu að sækja um fyrir barn?
- BÁÐIR forsjáraðilar þurfa að mæta á umsóknarstað ásamt barni þegar sótt er um vegabréf.
- Komist aðeins annar forsjáraðili á umsóknarstað VERÐUR að fylla út eftirfarandi eyðublað með samþykki vegna útgáfu vegabréfs fyrir einstakling undir 18 ára aldri.
- Fari forsjáraðili EINN með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg
- Barnið VERÐUR að vera með þar sem tekin er mynd af því.
Það tekur ekki nema um 4 daga að framleiða vegabréfið
- Hægt er að sækja um hraðafgreiðslu en greiða þarf aukalega fyrir það
- Hægt er að sækja tilbúin vegabréf hjá sýslumönnum eða Þjóðskrá
- Það er EKKI hægt að sækja tilbúin vegabréf utan afgreiðslutíma – það er engin bakvakt
Vantar þig meiri upplýsingar? Þú færð nánari upplýsingar varðandi vegabréf á vef Þjóðskrár www.skra.is