Nokkuð hefur verið um undanfarna daga að óprúttnir aðilar noti allskonar leiðir til þess að reyna að klekkja á fólki og komast yfir kortaupplýsingar.

Því miður eru svindlararnir mjög færir og stundum getur verið erfitt að sjá hvort um sé að ræða efni frá fyrirtækjum eða netglæpamönnum.

Fréttaritari hefur ekki farið varhluta af þessum sms sendingum, en ekki hefur verið erfitt að sjá að þessar sendingar eru ekki frá Póstinum þegar litið er á stafsetninguna eins og sjá má á forsíðumynd.

En oft á tíðum notast glæpamennirnir við myndir frá íslenskum fyrirtækjum, íslenskan þeirra mjög góð og þeir ná að dulbúast feiknavel.

Hægt er að lesa um hvernig best er að forðast netglæpi á vefsíðu lögreglunnar.