Á næstu vikum mun lögreglan á Norðurlandi vestra sinna sérstöku eftirliti með ökuréttindum.

Bent er á að ökuréttindi geti fallið úr gildi ef ökuskírteini er ekki endurnýjað á réttum tíma og almenningur er hvattur til að kanna gildistíma ökuskírteina sinna og ganga úr skugga um að réttindin séu í gildi áður en haldið er af stað.

Ökuréttindi geta runnið út, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekið árum saman.

Hægt er að fylgjast með stöðu sinna réttinda á vefsvæði www.island.is