Reykjavík Smooth Jazz Band hélt tónleika á Kaffi Rauðku fimmtudaginn 23. ágúst. Hljómsveitin er skipuð sex hljóðfæraleikurum sem eru: Þórarinn Sveinsson – hljómborð, Ólafur Steinarsson – bassi, Guðlaugur Þorleifsson -trommur, Árni Steingrímsson -gítar, Bolli Þórsson – flauta og Çağlar Çetin – slagverk.
Gesta söngvari með hljómsveitinni var Siglfirðingurinn Eva Karlotta Moritz Einarsdóttir, fór hún á kostum og heillaði tónleikagesti nánast upp úr skónum í orðsins fyllstu merkingu. Vel var mætt á tónleikana og var góð stemming í Rauðku þar sem tónleikagestir dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn.
Hér má sjá síma-myndband þar sem Eva Karlotta flutti hið sígilda lag Hit the road Jack sem Ray Charles gerði frægt á sínum tíma. Hlusta hér
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir