Fjallabyggð auglýsti í mars eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Fjallabyggð til næstu þriggja ára.  

Nokkrar umsóknir bárust.

Fjallabyggð hefur samþykkt að gengið verði til samninga við Keyrum ehf. og Evanger ehf.

Mun þá Keyrum ehf sjá um rekstur tjaldsvæðisins í Ólafsfirði og Evanger ehf um tjaldsvæðin á Siglufirði.

Mynd/ Tjaldsvæði Ólafsfjarðar