Fréttabréf starfsmanna Dalvíkurbyggðar er nýr liður í upplýsingaveitu til þeirra sem starfa hjá sveitafélaginu og er markmið þess að upplýsa starfsmenn um ýmis mál sem koma að starfi og skemmtun.
Markmiðið er að fréttabréfið berist einu sinni í mánuði og eru allar ábendingar vel þegnar.
Í sumum póstforritum koma myndirnar ekki upp þegar pósturinn er opnaður og þá skal smella á textann sem kemur fyrir ofan póstinn til að fá birtinguna rétta.
Heiðrún Villa, þjónustu- og upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á fréttabréfinu og eiga allar ábendingar að fara til hennar á netfang heidrun@dalvikurbyggd.is eða í síma 861-4908.
Einnig má hafa samband við Heiðrúnu ef einhver lumar á frétt eða gagnlegum upplýsingum sem varða starfsmenn Dalvíkurbyggðar.