Ungmennaráð Fjallabyggðar hélt sinn 24. fund í vikunni.

Farið yfir reglur um frístundastyrki 2020 en Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur hækkað frístundastyrk til barna á aldrinum 4-18 ára um 2500 krónur og er frístundastyrkur pr. barn því 35000 krónur fyrir árið 2020.

Ungmennaráð fagnar þessari hækkun og vill koma því á framfæri að foreldra munar mikið um þennan styrk, sérstaklega þar sem börn eru mörg eða þar sem fólk hefur ekki mikið á milli handanna.

Fulltrúar ráðsins eru:

Aðalfulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar:
Ronja Helgadóttir 10. bekk
Steinunn Svanhildur Heimisdóttir 9. bekk

Varafulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar:
Nadía Sól Huldudóttir 10. bekk
Frímann Geir Ingólfsson 9. bekk

Aðalfulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga.
Hörður Ingi Kristjánsson
Dagný Lára Heiðarsdóttir

Varafulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga:
Jón Pétur Erlingsson
Guðríður Harpa Elmarsdóttir

Aðalfulltrúi UÍF
Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir
UÍF mun tilnefna varafulltrúa í ráðið.

Formaður ungmennaráðs er Steinunn Svanhildur Heimisdóttir og varaformaður Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir.