Líkt og undanfarin ár mun Þórarinn Hannesson, Kristín Anna Guðmundsdóttir og börn standa fyrir söfnun síðustu dagana fyrir jól.

Markmiðið er að styðja við bakið á ungum fjölskyldum á Siglufirði þar sem alvarleg veikindi barna eða foreldra eða önnur óvænt áföll hafa sett strik í reikninginn.

Sunnudag 22. des, og á Þorláksmessu mun Þórarinn verða með söfnunarbauk í Ljóðasetrinu fyrir þá sem vilja styðja við þetta málefni. Opið verður frá kl. 13.00 – 16.00 báða dagana.

Boðið verður upp á lifandi dagskrá, kaffi og kræsingar.

Fyrir þá sem vilja styrkja verkefnið er einnig bent á reikning í Arion banka á Siglufirði: 0348 – 03 – 403016 Kt: 211264-5359

Á síðustu fimm árum hafa þau veitt um 650.000 kr. úr þessum sjóði og hafa þær krónur farið á staði þar sem þeirra hefur virkilega verið þörf.


Mynd: pixabay