Lögð fram tillaga að reglum um stuðningsþjónustu á 142. fundi félagsmálanefndar Fjallabyggðar.
Markmið stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu) er að efla fólk til sjálfshjálpar og gera því kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
Þjónustan er veitt þeim sem þarfnast hennar vegna skertrar færni, fjölskylduaðstæðna, veikinda, fötlunar o.fl. Stuðningsþjónusta getur t.d. verið fólgin í: Aðstoð við persónulega umhirðu, aðstoð við heimilishald, félagslegur stuðningur, heimsending matar, aðstoð við þrif, aðstoð við umönnun barna og ungmenna.
Félagsmálanefnd samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti, sjá reglurnar hér að neðan.