Ferðafélagið Trölli hlaut styrk úr menningar- og viðurkenningarsjóði KEA í flokknum menningar og samfélagsverkefni.

Hlaut Ferðafélagið Trölli styrk fyrir verkefninu að bjóða heimamönnum frítt í göngur næsta sumar með það að markmiði að kynna betur fjöllin i kring fyrir heimamönnum og um leið að efla lýðheilsu.

Hlakka félagar í félaginu til að ganga með ykkur næsta sumar og þakka KEA kærlega fyrir styrkveitinguna.

Á forsíðumynd má sjá Önnu Lind Björnsdóttur taka við styrkveitingu KEA.

Mynd/Ferðafélagið Trölli