Það fór ekki framhjá Akureyringum og öðrum viðskiptavinum þegar Krónan opnaði dyr sínar í fyrsta skipti þann 1. desember.

Margir ráku þá augun í nýjan og fallegan Nóa Konfektkassa sem skartar mynd af Akureyrarkirkju og er framleiddur sérstaklega í tilefni opnunar nýju verslunarinnar.

Nýi konfektkassinn er 440 g. og bætist í stóra og fjölbreytta flóru Nóa konfekts. Þannig að hvort sem jólin verða rauð eða hvít þá verða þau allavega gómsæt norðan heiða.

Sjá nánar á Kaffið.is