Stjórn Elds í Húnaþingi birti eftirfarandi færslu á facebooksíðu sína á dögunum.

“Kæru íbúar og vinir Elds í Húnaþingi

Það er okkur þungbært að tilkynna að Eldur í Húnaþingi 2025 stendur frammi fyrir því að falla niður þar sem enn hefur ekki fundist einstaklingur eða hópur til að taka að sér skipulagningu hátíðarinnar.

Við vitum að Eldur í Húnaþingi hefur verið hjartsláttur samfélagsins okkar í áraraðir, vettvangur gleði, menningar og samveru sem sameinar okkur öll. Það væri gríðarlegt skarð í samfélagið ef þessi einstaka hátíð gæti ekki átt sér stað á næsta ári.

Hér er tækifærið!

Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka að sér skipulagningu hátíðarinnar, þá erum við tilbúin að veita allan mögulegan stuðning og leiðbeiningar til að gera verkefnið auðveldara. Það þarf ekki að gera þetta einn – teymi og stuðningur úr samfélaginu er til staðar.

Við trúum því að með krafti samfélagsins okkar geti Eldur í Húnaþingi logað bjart á ný! Ef þú hefur áhuga eða vilt vita meira, hafðu samband við okkur í einkaskilaboðum eða á eldurihun@gmail.com.

Stjórn Elds í Húnaþingi”