Gestaherbergið verður á dagskrá klukkan 17:00 til 19:00 í dag og verðum við með ferðalagaþema.
Ef þér dettur eitthvað skemmtilegt ferðalaga-lag í hug þá geturðu smellt þinni hugmynd inn á Facebook-síðu Gestaherbergisins.
Þú mátt velja lag eða hljómsveit sem inniheldur orðin “ferðalag”, “ferðalög”, “travelling”… eða eitthvað líkt því á hvaða tungumáli sem er.
Helga verður ekki með í dag en eins og svo oft áður þá er það Mundi (Guðmundur Helgason) sem mun sitja við hljóðnemann sinn og aðstoðar Palla með þáttinn.
Seinustu þætti hefur lifandi tungumál verið okkur hugleikið. Tungumál heimsins eru fyrst og fremst mörg og í annan stað svo lifandi.
Því ætlum við að reyna að ná sambandi við Atla Stein Guðmundsson, íslenskan fréttaritara sem býr í Noregi og hefur búið þar í ansi mörg ár.
Atli er mikill íslenskumaður og þrátt fyrir allmargra ára búsetu í Noregi hefur hann litlu sem engu gleymt í íslensku.
Margar fréttir liggja víða á netinu eftir hann sem gaman er að lesa.
Munið því eftir að hlusta á Gestaherbergið á FM Trölla og trölli.is klukkan 17 til 19 í dag.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is