Sóttvarnalæknir ráðleggur íbúum Íslands frá ferðalögum á áhættusvæði. Stór hluti annarra þjóða er enn óbólusettur og mikið um smit meðal óbólusettra en bólusettir einstaklingar smitast líka og geta smitað aðra, þótt bólusetning verji einstaklinginn gegn alvarlegum sjúkdómi.
Ferðaráð utanríkisráðuneytisins eru uppfærð jafnóðum eftir því sem upplýsingar berast um ferðatakmarkanir og skilyrði fyrir komu til annarra ríkja. Ekki er um tæmandi lista að ræða. Fyrir ítarlegri ferðaráð bendum við á ferðaviðvaranir nágrannaríkja Íslands sem hafa víðtækara net sendiskrifstofa og geta gefið mun ítarlegri viðvaranir. Þá inniheldur vefurinn Re-open EU ítarlegar upplýsingar vegna ferðalaga innan EES-svæðisins.
Jafnframt má skoða upplýsingar Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) um ferðatakmarkanir.
Forskráning fyrir komu til Íslands og aðrar upplýsingar vegna COVID-19 á Íslandi má finna á www.covid.is
Allar upplýsingar um hverjir mega ferðast til landsins og dæmi um hvaða gögnum þarf að framvísa í hverju tilviki má finna á heimasíðu lögreglunnar.
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar Íslendinga í erfiðleikum erlendis. Hægt er að senda tölvupóst á hjalp@utn.is Í neyðartilvikum sem ekki þola bið má hringja í neyðarnúmer borgaraþjónustu +354 545-0-112 allan sólarhringinn.
Svör við algengum spurningum
Svör við algengum spurningum vegna ferðalaga á tímum COVID-19 heimsfaraldurs.- Sjá svör…
Opnun landamæra og sóttvarnarkröfur einstakra ríkja
Athugið að listinn er ekki tæmandi.