Nýlega fann Lögreglan á Norðurlandi vestra fíkniefni í sumarbústað sem ungmenni höfðu tekið á leigu.

Húsleit var framkvæmd með aðstoð leitarhunds. Við leitina fundust fíkniefni en um var að ræða bæði kannabisefni sem og örvandi fíkniefni. Tveir aðilar voru undir átján ára og var þeim, í samstarfi við barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, komið í hendur foreldra sinna.

Í nýliðinni viku hefur Lögreglan á Norðurlandi vestra handtekið tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Lögregla minnir á fíkniefnasímann 800-5005.

 

Af facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra