Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 31. júlí sl. var tekin fyrir úthlutun úr Húnasjóði.
Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Alls bárust sjö umsóknir um styrk úr sjóðnum að þessu sinni og uppfylltu fimm þeirra skilyrði til úthlutunar.
Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni, hver um sig kr. 100 þúsund, eru eftirtaldir:
Albert Jóhannsson, nám til Bs í viðskiptafræði.
Guðrún Lára Magnúsdóttir, nám til diploma í jákvæðri sálfræði.
Ingunn Elsa Rafnsdóttir, félagsliðanám.
Jóhannes Geir Gunnarsson, nám í búfræði.
Unnur Jóhannsdóttir, nám til Bs í búvísindum.
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt: Húnaþing vestra
Frétt: Kristín