Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérsveit Ríkislögreglustjóra framkvæmdu aðgerðir á Siglufirði í kvöld þar sem fimm einstaklingar voru handteknir. Einn maður var fluttur slasaður á sjúkrahús.

Tilkynning barst lögreglu klukkan 18:40 um slasaðan mann utandyra á Siglufirði. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virtust áverkar hans geta tengst líkamsárás eða átökum milli manna.

Í kjölfarið var ráðist í sameiginlega aðgerð lögreglu og sérsveitar til að tryggja öryggi almennings. Fimm voru handteknir og færðir í varðhald. Sá slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Siglufirði og þaðan áfram á sjúkrahúsið á Akureyri.