Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista frá aðgerðastjórn Almannavarna yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví eftir póstnúmerum.

Segir þar að í póstnúmerinu 580, Siglufirði sé 1 í einangrun og 4 í sóttkví, hefur þeim því fækkað um 7 frá 10. apríl. Í póstnúmeri 625, Ólafsfirði er 2 í sóttkví en enginn í einangrun.

Samtals eru 13 einstaklingar með smit og 54 í sóttkví á Norðurlandi eystra.

Lögreglan vil árétta að mikilvægt er að muna að ennþá eru fyrirmæli um smitvarnir í gangi, svo sem samkomubann og fjarlægðarmörk.

Það virðist sem einhverjir séu farnir að slaka á en almenningur verður að halda áfram þótt þessar tölur séu að fara niður á við.

Þetta getur rokið upp aftur með stuttum fyrirvara. Höldum áfram að vinna þetta saman, segir lögreglan.