Það sem af er degi hefur Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði verið kölluð út fimm sinnum.

Sveitin hefur aðstoðað við að festa niður þak, huga að stillans sem var að fjúka, aðstoðað bátaeigendur við höfnina, en það er mjög hásjávað í dag, og svo eitt og annað. Um 10 björgunarsveitarmenn eru að störfum víðs vegar um bæinn.

Magnús Magnússon formaður Björgunarsveitarinnar Stráka biður bæjarbúa að halda sig heima nema að brýn nauðsyn sé á að fara út, og gæta vel að öllu lauslegu utandyra.

Björgunarsveitin hefur stundum aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem átt hafa í erfiðleikum með að komast úr og í vinnu, en ekki hefur komið til þess í dag, þegar þetta er ritað.

Rafmagnið fór af skamma stund á Siglufirði um kl. 13.40 og var úti um 30 mín. Rafmagnstruflanir eru núna svo það er um að gera fyrir fólk að gera kertin klár ef það slær út aftur vegna óveðurs.

Magnús Magnússon formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði í viðbragðstöðu

 

Strákarnir að festa niður þak

 

Björgunarsveitin hefur verið að aðstoða bátaeigendur við höfnina

 

Vaskir menn að störfum við að aðstoða íbúa Siglufjarðar í Óveðrinu