Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vekja sérstaka athygli á slæmu ástandi á Ólafsfirði. Þar hafa járnplötur af húsþökum verið að fljúga um bæinn og nú er svo komið að búið er að loka götum í Ólafsfirði sunnan Pálsbergsgötu og Norlandia.

Matvöruverslun hefur verið lokað. Íbúar eru beðnir að sýna ýtrustu varkárni.

Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði að störfum í dag

 

Myndir: Guðmundur Ingi Bjarnason