Framkvæmdir hafa staðir yfir að undanförnu við Fiskbúð Fjallabyggðar sem opnaði á nýjan leik í gær, opið frá kl. 11:00 – 17:00.

Eigendur fiskbúðarinnar, þau Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson voru að taka í gegn og endurnýja vinnslusvæði og kæla.

Framkvæmdir við Fiskbúð Fjallabyggðar

Meðfylgjandi myndir tók Vilmundur Ægir Eðvarðsson þegar hann rölti við í Fiskbúð Fjallabyggðar í dag og færir Trölli.is honum kærar þakkir fyrir.

Árið 2019 tóku þau í gegn afgreiðslurými fiskbúðarinnar og má sjá í eldri frétt frá þeim framkvæmdum í máli og myndum.

Fiskbúðin opnar á ný eftir framkvæmdir