Evrópumót Smáþjóða í blaki U17 ára fer fram í Dublin á Írlandi dagana 12. til 15. janúar 2026. Mótið er jafnframt undankeppni Evrópumótsins 2026 á vegum CEV og tekur Ísland þátt með lið bæði í kvenna- og karlaflokki.

Fjallabyggð á sinn fulltrúa í karlaliði Íslands en Eiríkur Hrafn Baldvinsson, leikmaður Blakfélags Fjallabyggðar, var valinn í hópinn, samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Frétta- og fræðslusíðu UÍF. Um er að ræða mikilvægt skref fyrir Eirík og félagið, enda sterkt mót þar sem ungt afreksfólk fær tækifæri til að spreyta sig á alþjóðavettvangi.

Íslensku strákarnir hófu keppni í dag og byrjuðu mótið með sannfærandi 3–0 sigri gegn Skotlandi, sem er góður grunnur fyrir framhaldið.

Bein útsending

Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á YouTube-síðu Volleyball Ireland.

Leiktímar karlaliðsins eru auglýstir á íslenskum tíma hér að neðan, þar sem enginn tímamismunur er á milli Íslands og Írlands.

Fjallabyggð á sinn mann í Dublin - Eiríkur Hrafn í hóp Íslands

Mynd: facebook / BLÍ – Blaksamband Íslands

Forsíðumynd: facebook / Frétta- og fræðslusíða UÍF