Fjallabyggð og Foreldrafélag Leikhóla bjóða til samveru Búningafjör  í íþróttahúsinu í Ólafsfirði þriðjudaginn 22. mars kl. 17:00 – 18:00.

Settar verða upp þrautabrautir og eru gestir, börn og fullorðnir, hvattir til að koma í búningum og hafa gaman saman þessa stund.
Búningafjör er ætlað börnum á öllum aldri en börn yngri en 9 ára verða að vera í fylgd með einstaklingi 14 ára eða eldri.