Nú þegar farið er að skyggja vill Fjallabyggð hvetja ökumenn til að sýna sérstaka aðgát í umferðinni, sérstaklega í nágrenni stofnana þar sem börn eru á ferð. Þetta á við um leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og félagsmiðstöðina við Suðurgötu 4, Siglufirði.
Í félagsmiðstöðinni starfar nú Lengd viðvera fyrir yngstu börn grunnskólans. Þetta hefur leitt til aukinnar gangandi umferðar barna í námunda við húsnæðið, á Torginu og kringum Kjörbúðina á Siglufirði. Því er mikilvægt að ökumenn sýni sérstaka aðgát á þessu svæði.
Foreldrar eru einnig eindregið hvattir til að tryggja að börn þeirra séu sýnileg í myrkrinu og beri endurskinsmerki á útifatnaði. Með því að sýna aðgát og tryggja að börn séu vel sýnileg í umferðinni getum við skapað öruggara samfélag fyrir alla.