Fjallabyggð boðar til fundar með húseigendum á Siglufirði sem urðu fyrir tjóni í kjölfar rigningaveðurs sem gekk yfir þann 23.-24. ágúst sl.
Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði, Gránugötu 24, miðvikudaginn 18. September 2024, kl. 18:00.
Á fundinum verður farið almennt yfir stöðu mála, þá vinnu sem Fjallabyggð hefur unnið að síðan atburðurinn átti sér stað, tryggingalega stöðu bæjarfélagsins gagnvart húseigendum og þau verkefni sem fram undan eru.
Á fundinum verður bæjarstjóri, kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn, fulltrúar stjórnsýslu og tryggingaráðgjafi.
Mynd/Sigríður Oddný Baldursdóttir