Í gær var undirritaður samningur á milli stjórnar Félags eldri borgara í Ólafsfirði og Fjallabyggðar vegna húseignarinnar Bylgjubyggð 2, þ. e. hús eldri borgara.
Þar með verður Fjallabyggð þinglýstur eigandi húseignarinnar og tekur yfir rekstur hennar. En Félag eldri borgara mun fá endurgjaldslaus afnot af hluta hússins fyrir félagsstarf sitt.
Fjallabyggð ráðstafar öðrum hlutum hússins svo sem fyrir starfsstöð Bókasafns Fjallabyggðar, í samráði við forstöðukonu bókasafnsins, og aðstöðu fyrir starfsfólk stjórnsýslu og nefndarstörf.
Samhliða þessum breytingum verður húseignin að Ólafsvegi 4 sett á sölu.
Bæjarstjóri og stjórn Félags eldri borgara í Ólafsfirði eru þess fullviss að um sé að ræða breytingar til góðs, jafnt fyrir félagsstarf eldri borgara, sem stjórnin getur nú einbeitt sér meira að, sem og starfsemi Fjallabyggðar.
Framundan eru breytingar á húseigninni sem útfærðar verða í samráði við stjórn Félags eldri borgara í Ólafsfirði.
Mynd/ af vefsíðu Fjallabyggðar