Þau Katrín Dröfn Haraldsdóttir og Hjalti Bergsteinn Bjarkason hafa nýverið stofnað Fjallafrakt ehf í Fjallabyggð, fyrirtækinu er ætlað að sjá um vöruflutninga víðsvegar um landið.

Fjallafrakt mun auglýsa lausar ferðir og pláss fyrir flutning á facebooksíðu sinni.

Einnig geta þau fyrirtæki og einstaklingar sem vilja nýta sér þessa þjónustu haft samband í síma 841 0390 eða í netfangið fjallafrakt@gmail.com .

Fjallafrakt býður einnig upp á að flytja frysti- og kælivörur.

Hjalti Bergsteinn Bjarkason

Myndir/Fjallafrakt