Á 903 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms nemanda með lögheimili í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkti í samræmi við reglur Fjallabyggðar um skólavist í tónlistarskólum utan sveitarfélagsins, að verða við beiðninni um greiðslu kennslukostnaðar á vorönn 2026.



