Lagt var fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar og bæjarstjóra á 797. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, um þörf á sértækum húsnæðisúrræðum í Fjallabyggð, með áherslu á aðgengi hreyfihamlaða, með altæka hönnun að leiðarljósi þar sem tekið er mið af ólíkum þörfum íbúa.
Einnig var lagður fram samningar við Verkstjórn ehf., um kaup á þremur íbúðum við Vallarbraut 4 og 6 á Siglufirði.
Áætluð afhending íbúðanna er 1. júlí 2024.
