Á 757. fundi bæjarráðs var beiðni Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar um fjárstyrk vegna kaupa á nýju björgunarskipi vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Erindið var kynnt á 769. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Óskað er eftir sambærilegum styrk og Vestmannaeyjabær studdi nýtt björgunarskip þar. Hvert skip kostar 285 milljónir. Ríkið greiðir helming kostnaðar fyrstu 10 skipanna. Sjóvá hefur samþykkt að greiða 142 milljónir til fyrstu þriggja skipanna. Skip Björgunarbáts Siglufjarðar verður númer 2 í afhendingu og leysir gamla Sigurvin af hólmi.

Bæjarstjóri hefur fengið afrit af samningi sem Vestmannaeyjabær gerði til 5 ára þar sem verkefnið var styrkt samtals um 35 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 5.000.000 til verkefnisins á fjárhagsáætlun ársins 2023 og felur bæjarstjóra að útbúa drög að samningi til næstu sex ára, að heildarupphæð kr. 30.000.000.