Á 900. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lá fyrir vinnuskjal frá bæjarstjóra þar sem óskað var eftir heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að hámarki 400 milljónir króna vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 2026.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja lántökuheimildina og var tillagan staðfest á 264. fundi bæjarstjórnar.

Við gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar, sjá frétt hér að neðan er lánið ætlað til byggingar knatthúss í Ólafsfirði.

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóma atkvæðum af bæjarstjórn Fjallabyggðar.

Í bæjarstjórn Fjallabyggðar eru þau S. Guðrún Hauksdóttir forseti, Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti, Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi, Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti, Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi, Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi og Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi.

Í dag kl. 17:00 verður íbúafundur í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að bæjarstjóri kynnir helstu atriði fjárhagsáætlunar 2026 og fyrirhugaðar framkvæmdir. Í kjölfarið gefst fundargestum kostur á að taka þátt í umræðum og leggja fram fyrirspurnir.