Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka þátt í fjármögnun hönnunarkostnaðar vegna nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.
Sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls óskaði eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið, en áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hönnunar er um 4,5 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkti að framlag Fjallabyggðar verði að hámarki 3 milljónir króna og fól bæjarstjóra að kanna með sóknarnefnd möguleika á stuðningi frá kirkjugarðasjóði til að tryggja framgang verkefnisins.